spot_img
HomeFréttirÍslendingaliðin sigruðu í Danmörku

Íslendingaliðin sigruðu í Danmörku

7:30

{mosimage}

Halldór Karlsson átti góðan leik í gær þegar lið hans Horsens BC, lék sinn fyrsta leik í dönsku 3. deildinni. Horsens BC tók á móti Fredericia og sigraði 69-48 og skoraði Halldór 23 stig.

 

Leikurinn fór þó ekki þrautarlaust fram, annar dómarinn varð að hætta í hálfleik vegna mígrenis. Eftir að gjaldkerinn hafði neitað að greiða honum fyrir hálfleikinn tók dómarinn í hönd konu sinnar sem sat við prjónaskap í stúkunni og strunsaði út. Seinni hálfleikur var því dæmdur af einungis einum dómara.

Einir Guðlaugsson og félagar í Herlev heimstóttu Stevensgade í dönsku 1. deildinni í gær og unnu góðan sigur 94-59 og hafa því unnið tvo fyrstu leiki sína. Einir skoraði 2 stig.

[email protected]

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -