7:21
{mosimage}
Bandaríkjastúlkur urðu Ameríkumeistarar í nótt þegar þær unnu Kúbu örugglega 101-71 í úrslitaleik Ameríkumótsins. Þar með hafa þær tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking að ári. Kúba, Brasilía og Argentína þurfa að fara í forkeppni. Þetta er annar titill Bandaríkjanna en þær unnu síðast 1993.
Sigur Bandaríkjastúlkna var öruggur og eftir fyrsta leikhluta voru þær komnar með 16 stiga forystu sem þær létu ekki af hendi. Reynsluboltinn Tina Thompson var stigahæst með 18 stig en Katherine Smith og Diana Taurasi skoruðu 15 hvor auk þess sem Taurasi tók 12 fráköst.
Suchitel Avila skoraði mest fyrir Kúbu, 14 stig en Oyanaisy Gelis var með 13 og Yakelyn Plutin skoraði 11. Í mótslok var Plutin svo valin mikilvægasti leikmaður (MVP) mótsins.
Í leiknum um bronsið vann Brasilía Argentínu 73-41 og í leik um fimmtasætið vann Kanada Chile 86-68 og Mexíkó vann Jamaica 62-55 í leik um sjöunda sætið.
Simone Ann-Marie Edwards frá Jamaica var stigahæst með 18,8 stig í leik.
Mynd: www.fibaamerica.com