Vinsælt hefur verið á hinum ýmsu miðlum og finna tvífara hinna og þessa einstaklinga. Karfan.is er engin eftirbátur annara miðla og hefur fundið tvífara í körfuknattleiks heiminum. Þeir einstaklingar sem við á í þetta skiptið er margfaldur Íslands og bikarmeistari kvenna, Erla Reynisdóttir og svo hinsvegar Gunta Basko.
Á þessari mynd er hér að ofan er óhætt að segja það að þær stöllur séu afar líkar. Það þarf fáum körfuknattleiksunnendum að kynna Erlu Reynis. Gunta Basko hinsvegar er óhætt að kynna nánar en hún er framherji landsliðs Letta og spilar einnig með liði Montpellier í Frakklandi. Þess má einnig geta að Basko þessi spilar í treyju númer 8, en það var einmitt það númer sem Erla bar á baki sínu nánast allan sinn feril. Þeir sem vita til fleiri skemmtilega tvífara í heimi körfuboltans eru endilega beðnir að senda á okkur mail ([email protected]) og vísa þá á myndir þar sem óneitanlega er um tvífara að ræða.