7:24
{mosimage}
Iliona Korstin og Sviatlana Volnaya að berjast um boltann í leik Rússa og Hvítrússa
Spánverjar eru enn taplausir á Evrópumóti kvenna eftir að hafa lagt Frakka í gærkvöldi 63-53. Spánarstúlkur eru því eina taplausa þjóðin á mótinu og hafa tryggt sig áfram í áttaliða úrslit ásamt Rússum en þessar þjóðir eigast við á morgun í leik um hvor þjóðin endar í efsta sæti.
Amaya Valdemoro skoraði 17 stig fyrir Spán en Sandrine Gruda var með 13 fyrir Frakkland.
Rússar unnur Hvítrússa 87-73 þar sem Maria Stepanova skoraði 15 stig og tók 11 fráköst fyrir Rússana en Ilona Korstin var stigahæst með 21 stig. Fyrir Hvítrússa skoraði Yelena Leuchanka 18 stig.
Að lokum unnu heimastúlkur frá Ítalíu sinn fyrsta sigur í milliriðlinum þegar þær lögðu Serba 64-43. Francesca Modica skoraði 13 stig fyrir Ítali en Miljana Musovic og Tamara Radocaj skoruðu 7 stig hvor fyrir Serba.
Í dag ráðast úrslitin í E riðli og getur allt gerst þar. Tékkar, Belgar og Lettar hafa tryggt sig áfram en sæti í riðlinum getur skipt máli upp á andstæðinga í átta liða úrslitunum.
Leikir dagsins:
14:00 Litháen – Tyrkland
16:30 Belgía – Tékkland
19:00 Lettland – Þýskaland
Mynd: www.fibaeurope.com