spot_img
HomeFréttirHagnaður af rekstri körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Hagnaður af rekstri körfuknattleiksdeildar Tindastóls

11:15

{mosimage}

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er að hefja starfsemi sína fyrir veturinn. Á aðalfundi deildarinnar um daginn kom fram að reksturinn gengur vel og hagnaður varð af rekstri síðasta árs. Halldór Halldórsson verður áfram formaður deildarinnar en með honum í stjórn sitja Jóhann Sigmarsson, Viggó Jónsson og Jóhann Ingólfsson.

Sú nýlunda verður í starfi deildarinnar að nú mun meistaraflokkur kvenna verða endurreistur og hyggja stúlkurnar á keppni í 1. deild kvenna, sem er næst efsta deildin, eftir árs hlé frá keppni.

Karlalið Tindastóls leikur í Iceland Express deildinni og hefur liðið á að skipa fjórum erlendum leikmönnum þetta árið. Erlendum leikmönnum hefur fjölgað talsvert undanfarin ár, sérstaklega hjá landsbyggðarliðum, sem í mörgum tilfellum eiga erfitt með að ná saman leikmannahópi án þátttöku nokkurra slíkra.  Kristinn Friðriksson mun þjálfa liðið auk þess að taka fram skóna á nýjan leik og spila með. Svavar Birgisson og Ísak Einarsson eru reynslumiklir leikmenn sem mikið mun mæða á og svo koma ungir leikmenn til með að axla meiri ábyrgð en áður.

Vinna er hafin við stofnun unglingaráðs sem sjá mun um rekstur yngriflokka körfuknattleiksdeildarinnar, bæði faglegan og rekstrarlegan og sjá um skipulagningu foreldrastarfs. Hefur með þessu verið ákveðið að leggja meiri áherslu á starfsemi yngri flokka og skapa þeim sóknarfæri. Karl Jónsson mun leiða starf unglingaráðsins en þessa dagana er það að vinna tillögur að starfsemi sem lagðar verða fyrir stjórn deildarinnar.

www.skagafjordur.com

Fréttir
- Auglýsing -