9:00
{mosimage}
Hvítrússar fagna sigri á Evrópumeisturunum
Evrópumeistarar Tékka töpuðu í gær fyrir Hvítrússum í áttaliða úrslitum á Evrópumótinu og eiga því ekki möguleika á að verja titil sinn. Lettar komust einnig í undanúrslit í gær með því að sigra Frakka.
Hvítrússar komu gríðarlega á óvart með að leggja Tékka en hvítrússneska liðið hefur vaxið eftir því sem á mótið hefur liðið og í gær höfðu þær meiri vilja en þær tékknesku. Leikurinn fór 52-46 og seint í leiknum tókst Tékkum ekki að skora í 9 mínútur samfleytt. Natallia Marchanka og Yelena Leuchanka skoruðu mest fyrir Hvítrússa, 11 stig hvor en Jana Veselá var stigahæst Tékka, einnig með 11 stig.
{mosimage}
Gunta Brasko átti góðan leik fyrir Letta
Lettar sigruðu Frakka 66-62 og hafa aðeins tapað einum leik í mótinu, gegn Tékkum í riðlakeppninni. Gunta Basko var stigahæst með 17 stig en Sandrine Gruda skoraði 14 fyrir Frakka.
Í dag kemur svo í ljós hvaða lið mæta Hvítrússum og Lettum í undanúrslitum. Hvítrússar mæta sigurvegaranum í viðureign Spánverja og Belga en Lettar mæta sigurvegaranum úr viðureign Rússa og Litháa.
Myndir: www.fibaeurope.com