8:46
{mosimage}
Rússar urðu Evrópumeistarar kvenna í gær þegar liði sigraði Spán 74-68 í úrslitum og hafa þar með tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking að ári. Spánverjar þurfa hins vegar í forkeppni ásamt Hvítrússum, Lettum og Tékkum en forkeppnin verður haldin næsta sumar.
Rússar byrjuðu mikið betur en Spánverjar og leiddu 44-24 í hálfleik en Spánarstúlkur bitu í skjaldarrendur í þriðja leikhluta sem þær unnu 21-9 og í lokin munaði aðeins 6 stigum. Ilona Korstin var stigahæst Rússa með 18 stig en Amaya Valdemoro var stigahæst þeirra spænsku með 26 stig en hún var svo kosin mikilvægasti leikmaður mótsins í lokin.
{mosimage}
Úrvalslið mótsins
Þetta er annar Evrópumeistaratitill Rússa en þær sigruðu 2003 í Grikklandi, þá unnu Sovétstúlkur keppnina 21 sinnum á árunum 1950 til 1991. Þær töpuðu aðeins einu sinni á þessum árum, 1958 fyrir Búlgörum.
Myndir: www.fibaeurope.com