spot_img
HomeFréttirIE deild karla: 11. sæti - Þór Ak.

IE deild karla: 11. sæti – Þór Ak.

10:30

{mosimage}

Þá er það 11. sætið og hitt fallsætið. Hér setjum við hitt norðurlandsliðið, Þór frá Akureyri sem jafnframt eru nýliðar í deildinni.

 

Þór var eitt fyrsta félagið til að manna leikmannahóp sinn í sumar, voru snemma búnir að ganga frá málum við bandarískan leikmann og kynntu svo evrópskan leikmann til sögunnar snemma sumars. Þá hafa þeir fengið Þorstein Gunnlaugsson sem fór mikinn með Blikum í 1. deildinni í fyrra. Þá hafa Þórsarar fengið reynsluboltann Baldur Inga Jónasson frá KFÍ til liðs við sig.

 

{mosimage}  

Þorsteinn Gunnlaugsson er kominn í Þórsklæðin 

En Þórsarar hafa misst þrjá stóra hlekki. Fyrirliðinn og baráttuhundurinn Guðmundur Ævar Oddsson, maðurinn sem dró félagið áfram þegar erfiðleikar dundu yfir og félagið þurfti að leika í 2. deild, er farinn til náms erlendis. Þá er Þorsteinn Húnfjörð fluttur suður yfir heiðar og farinn að leika með ÍR. Einnig hefur Helgi Hrafn Þorláksson yfirgefið liðið. 

Þórsarar hafa kjarna leikmanna sem hafa leikið lengi saman eins og Óðinn Ásgeirsson, Magnús Helgason og Hrafn Jóhannesson svo einhverjir séu nefndir. Einnig eru enn yngri Þórsarar að koma upp. Bjarki Ármann Oddsson æfði og lék með KR síðasta vetur og vann með þeim titla og það er kannski reynsla sem nýtist honum í vetur með sínu uppeldisfélagi. 

Þór tók þátt í Valsmóti þar sem félagið varð í öðru sæti, þá stóðu þeir fyrir Greifamótinu þar sem þeir enduðu í fimmta sæti. Félagið hefur svo leikið tvo æfingaleiki við Tindastól og tvo við KFÍ og hefur aðeins tapað einum, útileik gegn Tindastól. 

En hér koma svo spurningar okkar og svör Hrafns Kristjánssonar þjálfara Þórs.

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?

Vonandi sem flestir.  Þeir Bjarki Ármann Oddsson og Birkir Heimisson eru báðir efnilegir strákar sem ég ætlast til mikils af í vetur.  Svo tel ég að Þorsteinn Gunnlaugsson eigi eftir að vekja athygli.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Allir jafn eftirtektarverðir, hver á sinn hátt…….

Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?

Við mætum til leiks með tvo erlenda leikmenn.  Það eru þeir Cedric Isom frá Bamdaríkjunum og Luka Marolt frá Slóveníu.

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Undirbúningstímabilið er búið að vera nokkuð gott þó meiðsli erlendu leikmannana hafi sett töluvert strik í reikninginn.  Það er eðlilega ekki nógu gott að þetta stórir póstar í leik liðsins séu lengi frá þegar verið er að slípa liðið saman.

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Alltaf fundirst þessir strákar ósérhlífnir og baráttuglaðir, vona að það breytist ekkert.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Segir sig sjálft að opinbert markmið er að gera betur en þarsíðasta tímabil og halda sér í deildinni. Önnur markmið sem við gætum hugsanlega sett okkur höldum við innan hópsins.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Vonandi náum við að stríða einhverjum.  Finnst sumt fólk vera fullfljótt að afskrifa Njarvíkinga, gengi þeirra ætti alla vega að koma því fólki á óvart.

Hvaða lið vinnur deildina?

Eins og staðan er núna stendur baráttan á milli KR, Grindavíkur, Njarðvíkur og Snæfells.   Erfit að velja þar ú en ég verða að standa með mínum fyrrum félögum úr vesturbænum og tippa á KR.

Komnir:

Cedric Isom, Luca Marolt, Þorsteinn Gunnlaugsson, Bjarki Ármann Oddsson og Jóhann Friðriksson 

Farnir:

Guðmundur Ævar Oddsson, Þorsteinn Húnfjörð, Helgi Hrafn Þorláksson, Tómas Hermannsson, Davíð Freyr Jónsson og Kevin Sowell 

Leikmannalisti:

Jón Orri Kristjánsson

Þorsteinn Gunnlaugsson

Luka Marolt

Óðinn Ásgeirsson

Sigmundur Eiríksson

Jóhann Friðriksson

Hrafn Jóhannesson

Birkir Heimisson

Magnús Helgason

Bjarki Ármann Oddsson

Baldur Ingi Jónasson

Örn Guðjónsson

Baldur Már Stefánsson

Cedric Isom

Bjarni K. Árnason

 

[email protected]

 

Mynd af Þór: www.thorsport.is

Mynd af Þorsteini: Emil Örn Sigurðarson

 

Fréttir
- Auglýsing -