00:38
{mosimage}
Fyrr í kvöld hófst fyrsta umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Íslandsmeistarar KR sýndu stoltir Íslandsmeistara bikar sinn þegar þeir tóku á móti Fjölni. Fyrir leiktíðina er KR-ingum spáð Íslandsmeistaratitlinum aftur hér á karfan.is en Fjölni aðeins spáð 9. sæti. Leikurinn í kvöld var í raun aldrei spennandi og hafði KR nokkuð öruggan sigur af hólmi, 100-78. Sitgahæstur hjá KR var Joshua Helm með 20 stig, næstu menn voru Brynjar Þór með 16 stig og Erneztez Irkis með 14 stig. Hjá Fjölni voru Karlton Mims og Drago Pavlovic stigahæstir með 18 stig en næstur kom Nemanja Sovic með 16 stig.
Það verður seint tekið af KR-ingum að þeir kunna að halda glæsilega íþróttaviðburði og leikurinn í kvöld var engin undantekning. Þegar maður labbaði inn í DHL höllina í kvöld tók stór og glæsilegur Íslandsmeistarabikarinn við manni og ekki fór á milli mála að KR-ingar eru stolir af afreki síðasta árs.
{mosimage}
Leikurinn i kvöld byrjaði fjörlega og baráttuandi KR-inga skein í gegn og skilaði strax 7 stiga forskoti 8-1 eftir 3 min. Þá tók Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, leikhlé sem virtist kveikja aðeins í Fjölnismönnum sem minnkuðu forskotið niður í 1 stig, 8-7. Strax á 3 mínutu urðu Fjölnismenn þó fyrir miklu áfalli þegar Kristinn Jónasson fór af velli og virtist vera meiddur, hann sat svo fram að 4 leikhluta er hann kom inná aðeins til að staðfesta að hann gat ekki spilað því hann fór aftur meiddur út af mínútu síðar. Leikhlutinn spilaðist svo nokkuð jafn þó að KR virtust alltaf vera líklegir til að taka forystuna. Fjölnismenn skiptu yfir í svæðisvörn inn á milli en náðu þó ekki að halda í við KR sem höfðu 5 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta.
Annar leikhluti byrjaði nokkuð jafn fyrstu mínuturnar þar til KR tóku völdin á vellinum og juku forskotið í 12 stig um miðjan leikhlutan. Þá hafði Brynjar Þór nælt sér í 3 villur á 2 mínútum og pressa KR-inga sem var mjög hörð var farin að virka. Þá tók Bárður aftur leikhlé til að herða sína menn upp. Það hafði þó ekki mikil áhrif og KR héldu forskotinu fram að hálfleik. KR-ingar höfðu verið að spila mjög góða vörn og hlupu völlinn hratt í sókn. Það sýndi sig svo í 10 stiga forkskoti í hálfleik, 48-38. Stigahæstir í háfleik voru Kartlon Mims hjá Fjölni með 15 stig og Nemanja Sovic með 8 stig. Hjá KR voru Joshua Helm með 12 stig og Jovan Zdravevski með 9 stig.
{mosimage}
Fjölnir mætti af fullum krafti inní 3. leikhluta og virtust koma KR-ingum á óvart. Þeir spiluðu miklu betri varnarleik heldur en fyrr í leiknum og voru öruggari í sókninni. Þeir náðu að minnka munin niður i 5 stig aftur en nær komust þeir ekki því þá mættu KR-ingar aftur í leikinn og voru komnir með forskotið aftur eftir hálfan leikhlutann. Það sem eftir lifði leikhlutans spilaðist nokkuð jafnt og Fjölni gekk lítið að minnka forskotið aftur.
Í fjórða leikhluta voru það hins vegar KR sem tóku öll völd á vellinum og var aldrei spurning hvoru megin sigurinn færi. Fjölnismenn tóku leikhlé eftir rúmlega þrjár mínutur af leikhlutanum en þá voru KR-ingar komnir með 20 stiga forskot og ekkert benti til þess að þeir væru að fara að láta það af hendi. Það varð svo raunin þegar lokaflautan gall að KR hafð 22 stiga verðskuldaðan, 100-78, þó forskotið hafi komið seint þá var sigurinn í raun aldrei í hættu.
{mosimage}
KR liðið sem menn binda miklar vonir við í ár stóð því undir væntingum í kvöld en segja má að liðsheildin hafi skapað sigurinn því 5 leikmenn skoruðu yfir 10 stig og 9 leikmenn spiluðu yfir 14 mínutur. Þessi sigur vannst þó án þess að landsliðsmaðurinn Fannar Ólafsson gæti tekið þátt vegna meiðsla. Einnig voru landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon og Darri Hilmarsson meiddir en þeir spiluðu þrátt fyrir það.
Það vakti mikla athygli undirritaðs hversu vel stuðningsmenn KR létu í sér heyra en þeir sungu eins og vel æfður karlakór og langt síðan heyrst hefur svona vel í áhorfendum í byrjun tímabilsinns. Þeir eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir vikið.
Þess má einnig geta að KR sýndi beint frá leiknum á vefsíðu sinni og vígðu þar með KR TV sitt á netinu en leikurinn í kvöld var jafnframt setningarleikur Íslandsmótsins í úrvalsdeild karla, Iceland Express deildinni.
Texti: Gísli Ólafsson – [email protected]
Mynd: Stefán Helgi Valsson og Snorri Örn Arnaldsson –www.flickr.com/photos/snorriorn