spot_img
HomeFréttirIE deild kvenna: 6. sæti - KR

IE deild kvenna: 6. sæti – KR

10:15

{mosimage}

Í sjötta sæti verða hinir nýliðarnir í KR. Gamalt stórveldi sem er komið í efstu deild eftir árs fjarveru.

 

KR liðið er líkt og Fjölnir samsett úr mörgum ungum og efnilegum stúlkum en hafa þó einnig fengið mikinn liðsstyrk, t.d. í formi landsliðskonunnar Hildar Sigurðardóttur. Þá hafa þær fengið tvo leikmenn úr Haukum sem hafa unnið marga titla þar undanfarin ár og gætu komið með það hugarfar til KR eftir mörg titlalaus ár í KR. Þá er KR með bandarískan leikmann.

 

Jóhannes Árnason þjálfari liðsins svaraði spurningum okkar á karfan.is

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir á vonandi eftir að sýna hversu vel hún hefur æft í sumar. Systir hennar Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á líka eftir að koma mönnum á óvart í vetur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir er líka ungur og mjög efnilegur leikmaður.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Allir íslenskir leikmenn ættu að taka Hildi Sigurðardóttur til fyrirmyndar og svo sannarlega vert að fylgjast með henni. Annars er mjög ánægður með allar stelpurnar í mínu liði, þær æfa vel og eiga eftir að ná langt.

Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?

Monique Martin er okkar erlendi leikmaður. Hún er frá Ameríku og er góður leikmaður með mikla hæfileika, sérstaklega í sókn.

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Fyrir utan þá leikmenn sem voru í landsliðsprógrammi hefur hópurinn æft vel og ætti að vera tilbúinn fyrir veturinn – líkamlega og andlega.

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Við ætlum að spila góðan varnarleik sem vonandi skilar sér í mörgum auðveldum körfum.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Okkar markmið er að enda í einu af efstu fjórum sætunum og komast þar með úrslitakeppnina.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Það er erfitt að segja á þessum tímapunkti. Til dæmis er Grindavík óskrifað blað hjá mér og gaman verður að sjá hvernig erlendan leikmann Valur fær. Ég á von á Haukar, Keflavík og Valur verði í toppbaráttunni og hin liðin verði nokkuð jöfn og berjist um næsta sæti.

Hvaða lið vinnur deildina?

Keflavík fer vel af stað og eru með frábært lið, góðan þjálfara og reynslu. Ég spái þeim sigri í deildinni.

Hvernig sérð þú deildina fyrir þér í framtíðinni?

Ég sé hana fyrir mér sem jafnari deild en verið hefur. Gott starf er t.d. unnið í Stykkishólmi og ég vonast til að sjá þær uppi á næsta ári. Vonandi verður Valur með til framtíðar og þá eru komin þrjú sterk lið úr Reykjavík, sem er nauðsynlegt körfunni til framdráttar.

Ertu sáttur við leikjafyrirkomulagið eins og  það er í vetur?

Já.

Komnar

Brynhildur Jónsdóttir, Hrunamenn

Dóra Björk Þrándardóttir, Breiðablik.

Guðrún Arna Sigurðardóttir, úr barneignafríi.

Guðrún Ámundadóttir, Haukar

Helga Einarsdóttir, Tindastóll

Hildur Sigurðardóttir, Grindavík

Jófríður Halldórsdóttir, ÍS

Sigrún Ámundadóttir, Haukar

Monique Martin, USA

Farnar

Sigríður Anna Ólafsdóttir, hætt

Sólveig Gunnlaugs, hætt

Eva María Grétarsdóttir, ?

Sigrún Skarphéðinsdóttir, hætt

Hrefna Gunnarsdótt, hætt

Leikmannalisti

Bryndhildur Jónsdóttir

 

Dóra Björk Þrándardóttir

 

Elín Bjarnadóttir

 

Guðrún Arna Sigurðardóttir

 

Guðrún Ámundadóttir

 

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir

 

Helga Einarsdóttir

 

Hildur Sigurðardóttir

 

Jófríður Halldórsdóttir

 

Lilja Oddsdóttir

 

Sigrún Ámundadóttir

 

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Monique Martin

Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir

[email protected]

Mynd: [email protected]


 

Fréttir
- Auglýsing -