spot_img
HomeFréttirIE-deild kvenna: 5. sæti - Hamar

IE-deild kvenna: 5. sæti – Hamar

11:26

{mosimage}
(Ari Gunnarsson er þjálfari Hamars)

Fimmta sætið fellur í skaut Hamars. Hamarsstúlkur voru nýliðar í Iceland Express deild kvenna í fyrra og björguðu sér frá falli á undraverðan hátt í lokin.

Hamarsliðið er líkt og áður byggt upp að mestu á stúlkum sem hafa leikið lengi saman undir merkjum Hamars og margar hverjar gert það gott með yngri landsliðum Íslands. Lítil breyting hefur orðið frá síðasta vetri, nokkrar stúlkur hafa hætt og þá hefur verið skipt um erlendan leikmann. Bandaríska stúlkan La Kiste Barkus sem gerði garðinn frægan með Keflavík um árið mun spila með Hamri í vetur.

 

Ari Gunnarsson þjálfari liðsins svaraði spurningum okkar á karfan.is

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?

Allt liðið á eftir að koma á óvart í vetur.


Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Hafrún,Fanney,Jóhanna og Íris.


Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?

La Kiste Barkus frá USA.


Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Undirbúningur Hamarsliðsins hefur gengið upp og ofan en ég vona að við náum að vera þokkalega tilbúin þegar deildin hefst.


Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs? 

Liðsheildin og barátta.


Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Að gera betur en á síðasta vetri.


Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

KR.


Hvaða lið vinnur deildina?

Haukar.


Hvernig sérð þú deildina fyrir þér í framtíðinni?

Fleiri lið og sterkari deild.


Ertu sáttur við leikjafyrirkomulagið eins og það er í vetur?

Já ég er sáttur.


Komnar

La Kiste Barkus


Farnar

Anne Flesland

Fríða M. Þorsteinsdóttir

Hlín Guðnadóttir
Latreece Bagley
Ragna Hjartardóttir
Rannveig Reynisdóttir

Leikmannalisti
Álfhildur Þorsteinsdóttir
Bjarney Sif Ægisdóttir
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir
Fanney Guðmundsdóttir
Hafrún Hálfdánardóttir
Hekla K. Kristinsdóttir
Hjördís Ó. Óskarsdóttir
Íris Ásgeirsdóttir
Jenný Harðardóttir
Jóhanna Sveinsdóttir

Karen Ósk Guðmundsdóttir

La Kiste Barkus

Ragnheiður Magnúsdóttir

Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -