spot_img
HomeFréttirSpennandi lokamínútur(Umfjöllun)

Spennandi lokamínútur(Umfjöllun)

22:26

{mosimage}
(Kiera Hardy að læða boltanum fyrir aftan Guðrúnu Sigurðardóttur)

Titilvörn Hauka í Iceland Express-deild kvenna hófst í dag þegar þær lögðu KR að velli 74-71. Eins og lokatölur leiksins gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi. KR-ingar fengu gullið tækifæri til að jafna leikinn undir lokin en þriggja-stiga skot þeirra geigaði og Haukar unnu nauman sigur.

{mosimage}
(Kristrún Sigurjónsdóttir í baráttunni við Helgu Einarsdóttur)

Leikurinn var jafn allan tímann og náði hvorugt liðið tökum á leiknum. Haukar höfðu ávallt frumkvæðið og voru alltaf yfir en KR-stúlkur voru aldrei langt undan. Hálfleikstölur voru 29-28 og staðan eftir þrjá leikhluta var 52-49 Haukum í vil.

Í lokaleikhlutanum náðu Haukar 11 stiga forystu þegar um þrjár og hálf mínúta var eftir, 70-59, og sigur virtist í augnsýn. En KR-ingar gáfust ekki upp og skoruðu næstu 10 stig leiksins og minnkuðu muninn í eitt stig þegar tæp mínúta var eftir, 70-69.

{mosimage}
(Sigrún Ámundadóttir að leika gegn sínum gömlu félögum)

Lokamínútan var æsileg. Kristrún Sigurjónsdóttir jók muninn í tvö stig þegar hún setti fyrra vítaskotið sitt en geigaði á því seinna. Haukar ná sóknarfrákastinu og stilla upp í nýja sókn. Það er brotið á Haukaleikmanni í skoti og fær hún vítaskot. Setur hún seinna skotið og kemur Haukum í 72-69 þegar um 30 sekúndur eru eftir. KR-ingar minnka muninn í eitt stig í næstu sókn og spennan í algleymingi. Haukar fara í sókn og komast að körfunni en brotið á Kiera Hardy í skoti og fer hún á línuna og setur bæði skotin sín þegar 13 sekúndur eru eftir og Haukar þremur yfir, 74-71. KR tekur leikhlé og setur upp næstu sókn. Hildur Sigurðardóttir tók lokaskotið og freistast til að framlengja leikinn en þriggja-stiga skot hennar geigar og Haukar vinna.

{mosimage}
(Guðrún Sigurðardóttir í smá klípu)

Hjá Haukum var Kiera Hardy stigahæst með 28 stig og tók hún oft af skarið hjá þeim þegar á þurfti að halda. Næst henni var Kristrún Sigurjónsdóttir með 15 stig.

Hjá KR Hildur Sigurðardóttir stigahæst með 26 stig og Sigrún Ámundadóttir skoraði 17 stig ásamt því að taka 20 fráköst

KR lék án sins erlenda leikmanns en hún gat ekki verið með út af persónulegum ástæðum. Eiga þær hana inni og þegar hún kemst í gang á liðið eftir að eflast enn meir.

myndir og frétt: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -