15:35
{mosimage}
(Ari Gunnarsson ræðir við einn leikmanna sinna)
Hamar mátti sætta sig við nokkuð stórt tap gegn Grindavík í fyrstu umferð Iceland Express deildar kvenna í síðustu viku. Hamar stóð vel í Grindvíkingum framan af leik en svo fór allt í baklás og Grindvíkingar kafsigldu Hvergerðinga. Karfan.is sló á þráðinn til Ara Gunnarssonar, þjálfara liðsins, en hann telur að nú verði liðið að fara að hafa trú á því sem það sé að gera því vissulega séu hæfileikarnir til staðar.
,,Það var allt á móti okkur í síðari hálfleik í Grindavík og það var ekkert annað en einbeitingarleysi sem olli því. Þetta lið getur miklu meira en það sýndi í fyrsta leik. Liðið verður bara að hafa trú á því að það geti þetta því ég hef fulla trú á liðinu,” sagði Ari.
Hamar tekur á móti Íslandsmeisturum Hauka í Hveragerði í kvöld kl. 19:15 og segir Ari verkefni kvöldsins verðugt. ,,Ég sá ekki leik Hauka og KR en nýliðarnir stóðu í Haukum sem eru með mikið breytt lið en þær eru geysilega vel þjálfaðar og Yngvi tók við góðu búi af Ágústi Björgvinssyni,” sagði Ari.
Hamar-Haukar
Í kvöld kl. 19:15
Hveragerði