14:28
{mosimage}
(Tony Cornett leikmaður Blika)
Nóg verður um að vera í 1. deild karla í kvöld þegar fjórir leikir fara fram. Þrír leikir fara fram á höfuðborgarsvæðinu og einn á Egilsstöðum þar sem Höttur tekur á móti Reyni Sandgerði.
Leikurinn á Egilsstöðum hefst kl. 18:30 þar sem Reynismenn munu leitast við að rétta sinn hlut eftir stórt 87-111 tap gegn Blikum í Sandgerði. Höttur hinsvegar átti góðri byrjun á mótinu að fagna er þeir skelltu Þrótti Vogum 84-64 á Egilsstöðum.
Leikur Blika og Hauka hefst svo kl. 19:15 í Smáranum þar sem grænir leika sinn fyrsta heimaleik í 1. deildinni. Blikum er spáð velgengni í vetur á meðan töluverðar breytingar frá því í fyrra hafa orðið á Haukaliðinu. Haukar lágu gegn Valsmönnum í fyrstu umferð að Ásvöllum og Þór Þorlákshöfn tapaði naumlega gegn FSu í fyrstu umferðinni og leita því eftir sínum fyrsta deildarsigri í Vodafonehöllinni í kvöld.
Fös. 19.okt.2007 18.30 Egilsstaðir Höttur – Reynir S.
Fös. 19.okt.2007 19.15 Smárinn Breiðablik – Haukar
Fös. 19.okt.2007 20.00 Laugardalshöll Árm/Þrótt – KFÍ
Fös. 19.okt.2007 20.00 Vodafone höllin Valur – Þór Þorl.
mynd: [email protected]