spot_img
HomeFréttirBreiðablik vann á Akureyri

Breiðablik vann á Akureyri

18:57

{mosimage}

Keppni í 1. deild kvenna er hafin og var einn leikur á dagskrá í dag. Blikastúlkur fóru norður og öttu kappi við heimastúlkur í Þór og höfðu sigur 52-60. Blikar voru með skotskýningu í leiknum en liðið skoraði 11 þriggja-stiga körfur.

Hjá Blikum var Guðbjörg Guðbjörnsdóttir stigahæst með 18 stig en þau komu öll úr þriggja-stiga skotum. Gunnhildur Erna Theodórsdóttir skoraði 16 og þar af fjóra þrista. Nína Sæmundsdóttir bætti svo við 10 stigum, en hún er að hefja leik á ný eftir sex ára fjarveru.

Hjá Þór var Selma Kjartansdóttir með 11 stig og Hulda Þorgilsdóttir bætti við 9 stigum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -