spot_img
HomeFréttirKristrún best í 2. umferð

Kristrún best í 2. umferð

14:29

{mosimage}

(Kristrún Sigurjónsdóttir) 

Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, var besti leikmaður 2. umferðar Iceland Express deildar kvenna samkvæmt framlagsjöfnu NBA-deildarinnar. Kristrún fékk 36 í framlagi fyrir leikinn en hún skoraði 29 stig, tók 8 fráköst, stal 4 boltum og gaf 3 stoðsendingar í 85-76 sigri Hauka. Kristrún spilaði í 38 mínútur og 40 sekúndur í leiknum, hitti úr 9 af 15 skotum sínum og setti niður 9 af 10 vítskotum sínum. Haukaliðið vann leikinn með 16 stigum þegar Kristrún var inn á vellinum.   

Kristrún var róleg framan af leik og var þannig aðeins með 7 stig, 1 fráköst og 8 framlagsstig í hálfleik. Í seinni hálfleik fór hún hinsvegar á mikið flug, skoraði 22 stig, tók 7 fráköst og hitti úr 8 af 11 skotum sínum utan af velli. Kristrún fékk 28 framlagsstig fyrir þær 20 mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleiknum. Hún skoraði meðal annars 10 stig Hauka í röð í fjórða leikhluta þegar Haukaliðið breytti stöðunni úr 73-67 í 83-71 og lagði með því grunninn að sigrinum.

 

www.haukar-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -