spot_img
HomeFréttirSteinsen: Getum blandað okkur í toppbaráttuna

Steinsen: Getum blandað okkur í toppbaráttuna

11:30 

{mosimage}

 

(Cecilia Steinsen) 

 

Erfitt var að finna ljósan punkt í leik Valskvenna í gær gegn Grindavík. Landsliðsmiðherjann Signýju Hermannsdóttur vantaði sökum meiðsla og þá lék Lovísa Guðmundsdóttir aðeins skamma stund með Val þar sem hún meiddist á fæti snemma leiks. Þó er kannski hægt að segja að bjartari tímar séu í vændum hjá Val sem tapað hefur fyrstu tveimur deildarleikjum sínum. Karfan.is ræddi við Ceciliu Steinsen eftir leik í gær þar sem hún tjáði okkur að erlendur leikmaður væri væntanlegur til Vals og þá væri skemmst að bíða Signýjar sem jafnar sig nú á meiðslum í mjöðm.

 

,,Við megum samt ekki bara hugsa um Signýju því við verðum að geta gert þetta líka sjálfar og vera tilbúnar til þess að leika án hennar. Við héldum að við værum tilbúnar til þess í kvöld en vörnin var ekki nægilega góð og þá vorum við ekki að fá neinar auðveldar körfur,” sagði Cecilia.

 

,,Með tilkomu Signýjar inn í liðið og erlends leikmanns mun það gefa okkur aukna breidd og ég hef fulla trú á því að við getum þá farið að blanda okkur í toppbaráttuna,” sagði Cecilia sem gerði aðeins 2 stig á 35 mínútum í gær enda var Grindavíkurvörnin þétt sem loðnunót.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -