spot_img
HomeFréttirHaukar höfðu sigur í sveiflukenndum leik(Umfjöllun)

Haukar höfðu sigur í sveiflukenndum leik(Umfjöllun)

12:00

{mosimage}
(Telma Fjalarsdóttir að sækja að körfu Fjölnis – Aðalheiður Óladóttir til varnar)

Leikur Hauka og Fjölnis í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi var afar einkennilegur og var erfitt að átta sig á því um tíma hverjir væru nýliðar og hverjir Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Haukar höfðu að lokum sigur 76-61.

Í byrjun leiks virtist allt stefna í stórsigur Haukakvenna en þær keyrðu upp hraðann og náðu fljótlega 10 stiga forystu, 14-4. Það stóð ekki steinn fyrir steini í leik Fjölnis í upphafi. En næstu mínútur náðu Fjölnisstúlkur að rétta sinn kút og jöfnuðu leikinn 16-16 og á sama tíma voru Haukastúlkur að klúðra opnum færum og sniðskotum. Leikhlutinn endaði 16-16.

{mosimage}
(Birna Eiríksdóttir var stigahæst með 15 stig – hér er hún að setja tvö þeirra)

Fjölnir byrjaði 2. leikhluta með þriggja-stiga körfu frá Slavicu Dimovsku. Haukastelpur skoruðu næstu 5 stigin og komust yfir en þá kom kafli hjá Fjölni þar sem þær skoruðu 5 stig og skiptust liðin á körfum út hálfleikinn. Staðan eftir hann var 41-37 Haukum í vil.

Seinni hálfleikur var ekkert eins og sá fyrri enda var spilamennska Haukakvenna í allt öðrum gæðaflokki. Þær juku muninn hratt og gerðu út um leikinn á fyrstu fimm mínútum hálfleiksins. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Lokatölur 76-61.

{mosimage}
(Kiera Hardy í viðbragðsstöðu)

Fjölnir pressaði stíft stóran hluta af leiknum og olli það Haukum töluverðum vandræðum en Fjölnir fékk margar auðveldar körfur upp úr hraðaupphlaupum.

Haukaliðið spilaði frábæran varnarleik í seinni hálfleik og hélt besta manni Fjölnis, Slavicu Dimovsku út úr stigaskorun í þeim seinni en hún skoraði ekki stig í hálfleiknum. Kristrún Sigurjónsdóttir var best í liði heimamanna og átti frábæran leik í sókn og vörn. Stigahæst var Kiera Hardy með 23 stig og 5 stoðsendingar en ef félagar hennar hefðu nýtt helminginn af þeim færum sem hún var að skapa hefði hún endað með 12-15 stoðsendingar. Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 21 stig. Kristrún Sigurjónsdóttir var með 12 stig og 9 fráköst og átti stórleik í vörninni í seinni hálfleik. Telma Fjalarsdóttir var með 10 stig og 12 fráköst.

{mosimage}
(Gréta María Grétarsdóttir að sækja að körfu Hauka)

Hjá Fjölni var Slavica Dimovska allt í öllu og endaði hún með tvöfalda þrennu, 12 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Var þetta fyrsta þrennan í vetur. Birna Eiríksdóttir var þó stigahæst með 15 stig og átti frábæra spretti á köflum og réðu Haukar illa við hana í hraðaupphlaupunum. Aðalheiður Óladóttir skoraði 10 stig.

Tölfræði

Staðan í deildinni

myndir: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -