spot_img
HomeFréttirYngvi: Það þarf að spila í 40 mínútur ? ég hef ekki...

Yngvi: Það þarf að spila í 40 mínútur ? ég hef ekki enn séð það

17:20

{mosimage}

Leikur Hauka í gær gegn Fjöldi var afar sveiflukenndur og áttu Haukastelpur í basli í fyrri hálfleik. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari stúlknanna, sagði að þessi leikur svipaði mikið til hinna tveggja sem liðið hafi spilað í deildinni.

,,Þetta er búið að vera eins og allir leikirnir hjá okkur. Við náum ekki krafti upp í fyrri hálfleik. Síðan sýndu þær mér hvað í þeim bjó þeim seinni og ég var ánægður með spilamennsku þeirra þá. Það þarf að spila í 40 mínútur – ég hef ekki enn séð það,” sagði Yngvi.

Kiera Hardy, erlendi leikmaður liðsins, var að finna félaga sína í auðveldum færum en Haukastúlkur klúðruðu mörgum einföldum skotum. Fer það ekki í taugarnar á þér sem þjálfari að sjá þetta?Það er aldrei svekkjandi að sjá okkur koma okkur í færi – það þýðir að við fáum tækifæri til þess að skora. Það er bara tímaspurnsmál hvenær þetta dettur. Hardy er dugleg að finna félaga sína og stelpurnar eru byrjaðar að fatta það ef þær losna þá fær þær boltann í góðum færum.”

mynd: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -