spot_img
HomeFréttirRanders tapaði fyrir Bakken í baráttuleik

Randers tapaði fyrir Bakken í baráttuleik

8:00

{mosimage}

Helgi Freyr Margeirsson og félagar í Randers Cimbria (1-4) heimsóttu dönsku meistarana í Bakken bears í gær og töpuðu eftir æsispennandi leik þar sem Randers leiddi með 10 stigum allan þriðja leikhluta.

 

Mikið hafði gengið á hjá Bakken fyrir leikinn. Árangur félagsins hefur ekki verið eftir væntingum í haust og í gær var tilkynnt að félagið hafi sagt þjálfara sínum, Bandaríkjamanninum Brett Vana upp. Það sást greinilega á leik liðsins í gær því liðið lék sinn gamla hraða bolta sem það er þekkt fyrir.  

Samt sem áður sýndu Randers menn klærnar, jafnvel án þjálfara síns Flemming Stie og í þriðja leikhluta leit allt út fyrir sigur Randers. En reynsla Bakkenmanna sýndi sig í þessum leik og þeir unnu 86-75 að lokum, fjórða leikhluta unnu þeir 31-13. 

Helgi Freyr komst aldrei í takt við leikinn, líkt og í bikarleik liðanna á dögunum lenti hann fljótt í villuvandræðum og lék 14 mínútur í leiknum í gær og skoraði 4 stig.

Helgi Freyr var ekki með liðinu í síðasta leik þegar liðið tapaði fyrir Hørsholm á útivelli vegna anna í námi. Hann náði einni æfingu fyrir Bakkenleikinn. 

[email protected] 

Mynd: www.basketligaen.dk

Fréttir
- Auglýsing -