11:45
{mosimage}
Avi Fogel
KR ákvað að semja ekki við Ernestas Ezerskis, tvítugan litháískan bakvörð sem hefur verið til reynslu hjá liðinu, en hann kom úr herbúðum stórliðsins Lietuvos Rytas Vilnius.
Ezerskis lék tvo leiki með KR-liðinu, var með 3 stig á 14 mínútum í tapi í úrslitaleik Powerade-bikarsins gegn Snæfelli og skoraði síðan 15 stig og gaf 3 stoðsendingar á 19 mínútum í 100-78 sigri á Fjölni í 1. umferð Iceland Express deildarinnar.
KR samdi í staðinn við bandaríska bakvörðinn Avi Fogel sem er af ísraelskum ættum. Fogel hefur skorað 22,0 stig, gefið 6,0 stoðsendingar og hitti úr 60 prósentum þriggja stiga skota sinna í fyrstu tveimur leikjum sínum í KR-búningnum
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson