spot_img
HomeFréttirPétur: Alltaf léttir að vinna eftir taphrynu

Pétur: Alltaf léttir að vinna eftir taphrynu

10:23

{mosimage}

 

(Pétur Ingvarsson) 

 

Fjórðu umferðinni í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum sem báðir hefjast kl. 19:15. Í Grindavík taka heimamenn á móti Hamri og bikarmeistarar ÍR fá Skallagrím í heimsókn. Með sigri í kvöld geta Grindvíkingar komist upp að hlið Njarðvíkinga í 2. sæti deildarinnar en ÍR og Skallagrímur eru á meðal botnliða í deildinni og verður fróðlegt að sjá hvort liðið hungrar meira í stigin.

 

Karfan.is náði tali af Pétri Ingvarssyni, þjálfara Hamars, en Hamar landaði sínum fyrsta deildarsigri síðasta fimmtudag er þeir lögðu Fjölni 73-62. Pétur og lærisveinar mæta funheitum Grindvíkingum í Röstinni í kvöld og taldi Pétur að ef sínu liði tækist að halda gulum í kringum 70 stig þá gæti allt gerst. 

Fyrsti sigurinn í höfn, léttir?

Byrjuðum 0-5 í fyrra svo þetta er betra, en auðvitað er alltaf léttir að vinna eftir taphrinu. 

Eruð þið að finna mikið fyrir því að Svavar Páll sé frá? Hvenær er von á honum aftur í hópinn?

 

Svavar Páll hefur verið fyrirliði liðsins sl. ár, hann hefur verið leiðtogi liðsins og því ekki auðvelt að fylla hans skarð. Eins er hann einn sterkasti varnarmaður liðsins því finnum við aðallega fyrir tómarúmi þar. Við erum að vona að hann verði eitthvað með á þessu tímabili, en axlarmeiðsl eru óútreiknanleg svo við vonum það besta. 

Þið töpuðuð naumt fyrstu tveimur leikjunum. Hvað vantaði upp á til að klára þá og hver var breytingin á liðinu í þriðja leiknum gegn Fjölni?

Leikirnir við Tindastól og Skallagrím voru spennandi leikir sem gátu dottið okkar megin en okkur skorti úrræði í síðustu mínúturnar til þess að klára dæmið. Við lentum ekki í sömu aðstæðum gegn Fjölni og því þurfti ekki að reyna á úrræði í þeim leik. Við erum með svipaðar áherslur og áður þ.e. að hleypa þessu ekki upp í neina vitleysu því eru ekki miklar breytingar milli leikja.

 

Næsti leikur gegn heitum Grindvíkingum á útivelli. Hvað þarf til að vinna Grindavík?

Grindavík eru með gríðalega vel mannað lið, ég reikna fastlega með því að þeir vilji skora yfir 100 stigum og það mun auka líkurnar á Grindavíkursigri aftur á móti ef þeir skora ekki yfir 70 stig þá getur allt gerst. 

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -