11:08
{mosimage}
(Carmelo Anthony og Kevin Durant í leiknum í nótt)
Nýliðinn efnilegi Kevin Durant skoraði 18 stig í nótt þegar lið hans Seattle tapaði fyrir Denver 120-103. Durant var ekki stigahæsur í liði sínu en þeir Damien Wilkins og Delonte West skoruðu 21 og 19 stig. Hjá Denver skoraði Carmelo Anthony 32 stig og Allen Iverson skoraði 25 stig og gaf 14 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar:
Toronto–Philadelphia 106-97
Indiana-Washington 119-110
Orlando-Milwaukee 102-83
New Jersey-Chicago 112-103
Cleveland-Dallas 74-92
Memphis-San Antonio 101-104
New Orleans-Sacramento 104-90
Denver-Seattle 120-103