spot_img
HomeFréttirKFÍ valtaði yfir Valsmenn í framlengingu (Umfjöllun)

KFÍ valtaði yfir Valsmenn í framlengingu (Umfjöllun)

01:35
{mosimage}
(Hörður Hreiðarsson sækir að körfu KFÍ)

Valsmenn tóku á móti KFÍ í 4. umferð 1. deild karla í Vodafonehöllinni fyrr í kvöld og fóru KFÍ menn með góðan sigur að hólmi.  KFÍ byrjaði leikinn betur en leikurinn spilaðist þó nokkuð jafn í gegn.  KFÍ fengu tækifæri til að vinna leikinn þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum klikka Valsmenn úr opnu þriggja stiga skoti en þeim tókst ekki að nýta það tækifæri þar sem Srdjan Bosic klikkar úr sniðskoti á seinastu sekúndu.  KFÍ menn mættu hins vegar mun ákveðnari til framlengingar og skoruðu Valsmenn ekki stig fyrr en 19 sekúndur lifðu af leiknum. KFÍ skoraði hins vegar 11 stig sem tryggði þeim 7 stiga sigur 87-94.  Stigahæstur hjá KFÍ varSrdjan Bosic með 34 stig, næstir komu Bojan Popovic
með 17 stig og Þórir Guðmundsson með 15.  Hjá Val var Sigurður Tómasson stigahæstur með 27 stig, næstir voru Alexander Dungal með 18 stig og Jason Harden með 16 stig.

 

KFÍ mættu mun ákveðnari til leiks i kvöld þrátt fyrir langt ferðalag og náðu strax forskoti í leiknum eftir að valsmenn höfðu skorað fyrstu körfuna í leiknum.  KFÍ menn svöruðu því með 10 stiga áhlaupi á rúmum 3 mínútum.  Staðan var svo 4-12 þegar leikhlutinn var hálfnaður og Srdjan Bosic kominn með 7 af 12 stigum KFÍ manna, en hann var mjög aggressífur í sóknarleik þeirra. Valsmenn komu þó til baka og minnkuðu muninn smám saman og náðu forskotinu niður í 1 stig þegar tvær og hálf mínúta var eftir, 13-14.  Seinustu mínúturnar var leikurinn mun hraðari en fram að því og skoruðu liðin nokkuð grimmt.  Valsmenn jöfnðuðu leikinn svo í 17-17 þegar ein mínúta var eftir en KFÍ hélt forystunni þegar leikhlutinn var búinn, 21-22. 

Bæði lið spiluðu pressu nokkuð hátt á völlinn og virtist virka vel hjá KFÍ því Valsmenn skoruðu ekki mikið á fyrstu mínútunum en þeir voru oft miklir klaufar að klikka úr þeim opnu skotum sem þeir fengu.  KFÍ skoruðu því 11 stig gegn fyrstu 4 stigum valsmanna og voru komnir með 8 stiga forskot eftir 4 mínútur.  Aftur komu þó Valsmenn til baka og munurinn aftur orðin 1 stig þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum, 36-37.  KFÍ menn stóðu áhlaupið aftur af sér og héldu forskotinu í hálfleik 38-42.

Þriðji leikhluti spilaðist nokkuð nokkuð jafn og héldu KFÍ um það bil fimm stiga forskoti langan hluta leikhlutans.  Þegar hins vegar leið á leihlutan kom að stórleik Sigurðar Tómassonar sem var allt í öllu í sóknarleik valsmanna í leikhlutanum en þeir minkuðu forskotið niður hratt og náði mest 7 stiga forskot sem Þórir Guðmundsson minnkaði niður í 4 stig með þriggjastiga skoti á lokasekúndunni.  Eftir þrijða leikhluta hafði valur því 4 stiga forskot 64-60 og stigahæstir hjá Val voru Alexander Dungal með 18 stig og Jason Hadren með 16 stig.  Hjá KFÍ var Srdjan Bosic með 21 stig og Þórir Guðmundsson með 13 stig.

Fjórði leikhluti var sveiflukenndur og jafn en liðin skiptust á að leiða leikinn.  Enn voru það sömu tveir lekmennirnir sem fóru fyrir sínum liðum í sóknarleiknum en það voru Sigurður Tómasson hjá Val og Srdjan Bosic hjá KFÍ.  Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 84-83 og mikil spenna að færast yfir leikinn.  Jason Harden var farinn útaf með 5 villur og skildi stórt skaðr eftir sig í sóknarleik Valsmanna.  Seinustu mínútuna tókst KFÍ aðeins að jafna leikinn en Srdjan Bosic var sendur á línuna en misnotaði fyrra vítið og þar við sat, 84-84.

Framlengingin var hins vegar allt annar leikur því Valsmenn skoruðu ekkert fyrstu fjórar og hálfa mínútuna og  KFÍ menn gengu á lagið og kláruðu leikinn.  Leikurinn endaði því með 7 stiga sigri KFÍ manna sem fögnuðu vel að leikslokum.

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Mynd og texti: Gísli Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -