21:08
{mosimage}
Stjörnumenn voru ekki lengi að finna arftaka Steve Thomas sem þeir sendu heim í gær. Í dag gengu þeir frá samningi við Maurice Ingram og mun hann koma til landsins á þriðjudag. Maurice þessi er ekki ókunnur Ísland en hann lék með ÍR vorið 2004 en með þeim lék hann 8 leiki og skoraði 20,4 stig í leik.
Síðan þá hefur Maurice leikið víða um heim, Sýrlandi, Hollandi, Finnlandi og Uruguay og orðinn 33 ára gamall.
Karfan.is heyrði í Braga Magnússyni og spurði hvaða væntingar hann gerði til nýja leikmannsins.
Ég geri þær væntingar að Maurice gefi okkur þá vigt og festu sem við þurfum í teiginn okkar. Þar að auki vona ég að hann bæti töluvert í reynslubankann og hjálpi okkur að draga aðeins vagninn í þeim leikjum sem reynsla vegur þungt.
Maurice lék með ÍR hér áður og stóð sig mjög vel og hefur síðan leikið í góðum deildum og staðið sig ákaflega vel. Hann er góður frákastari og traustur leikmaður.
Hvernig breytist hlutverkaskipanin í liðinu núna?Hlutverkaskipunin breytist þannig að það færist meira yfir á þá leikmenn sem fyrir eru í liðinu, aðallega vegna fráhvarfs Taci.
Það gekk vel í fyrsta leiknum okkar og ég vona að þeir stigi upp allir sem einn og finni neistann sem þarf til að spila af krafti hverja einustu mínútu
Mynd: www.dutchbasketball.nl