spot_img
HomeFréttirJón Arnór næst stigahæstur í tapleik í Istanbúl

Jón Arnór næst stigahæstur í tapleik í Istanbúl

21:08

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska körfuknattleiksliðinu Lottomatica Róma töpuðu á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld gegn tyrkneska liðinu Fenerbahce í Istanbúl. Bæði lið höfðu tapað fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni en Fenerbahce sigraði Róma, 85:66. Jón Arnór var næst stighæstur í liði Róma en hann skoraði 13 stig og að auki lét hann mikið að sér kveða í fráköstunum.

 

Íslenski landsliðsbakvörðurinn tók 5 fráköst en hann lék í 28 mínútur af alls 40. Skotnýting hans var þokkalega en hann hitti úr öllum 7 vítaskotum sínum í leiknum, en aðeins 3 af alls 9 skotum hans utan af velli fóru rétta leið. Róma hefur því tapað fyrstu þremur leikjunum í Meistaradeildinni en liðið er í C-riðli ásamt Panathinaikos, Barcelona, Partizan Belgrade, Fenerbahce, Real Madrid, Brose Baskets og Chorale Roanne.

www.mbl.is

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -