spot_img
HomeFréttirLoftur Þór Einarsson 1 á 1

Loftur Þór Einarsson 1 á 1

dFullt nafn: Loftur Þór Einarsson 
 
Aldur:
31 (2.nóv)
 
Félag:
Breiðablik
 
Hjúskaparstaða:
Í sambúð, eignuðumst frumburðinn fyrir stuttu síðan.
 
Happatala:
4
 
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Byrjaði mjög seint eða í 10 bekk. Með Breiðablik
 
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Siggi Hjörleifs.
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla?
Það kemur í ljós þegar líður á tímabilið, hverjir eru búnir að vera duglegir í sumar.
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla?
Miðað við aldur og fyrri störf, Zeko í skallagrím. Hef ekki séð gellurnar spila!
 
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Klárlega, Rúnar Ingi Erlingsson í Blikunum.
 
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Legendið Siggi Hjörleifs.
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Einar Árni.
 
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Michael Jordan
 
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag?
Hinn fallegi Adam Morrison
 
Hefur þú farið á NBA leik?
Ef já, hvaða leik? Neibb.
 
Sætasti sigurinn á ferlinum?
Það var gaman að vinna Njarðvík í smáranum í 8-liða í úrslitum 2002, skemmtilegur leikur og góð umgjörð.
 
Sárasti ósigurinn?
Úff…Þeir eru margir! Hrikalega leiðinlegt að tapa.
 
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Öll veiði! Stunda mikla útivist, einnig motorcross.
 
Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Breiðablik. Hetti og Pittsburg High.
 
Uppáhalds:
kvikmynd:
Godfather myndirnar
leikari: Steve Buscemi
leikkona: Engin sérstök
bók: Hitchhikers guide
matur: Villibráð og Humar
matsölustaður: Við Fjöruborðið(Stokkseyri)
lag: Wake Up – Arcade Fire
hljómsveit: Margar. í dag Arcade Fire, Arctic Monkeys. Breytist frá degi til dags.
staður á Íslandi: Fyrir utan Kópavoginn, margir á staðir á austurlandi, t.d. Hallormstaðarskógur, Kverkfjöll.
staður erlendis: Nei , allt skítapleis. Heima er best!
lið í NBA: Chicago Bulls
lið í enska boltanum: Liverpool
hátíðardagur: Jóladagur
alþingismaður: Bjarni Harðar
heimasíða: Auðvitað Karfan.is
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?.
Borða vel allann daginn, hafragraut, vínber og þess háttar
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Bæði.
 
Furðulegasti liðsfélaginn?
Tony Cornett!!!
 
Besti dómarinn í IE-deildinni?
Get ekki gert upp á milli!
 
Erfiðasti andstæðingurinn?
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, óútreiknanlegur.
 
Þín ráð til ungra leikmanna?
Æfa, æfa, æfa. Fara eitt ár í highschool í usa, gaman að kynnast umgjörðinni í kringum þetta þar.

 

Hvor Bítlana var betri. John Lennon eða Paul McCartney ? Ég vill rökstutt svar. Spurt af Guðjóni Þorsteinssyni sem var síðast í 1 á 1.

Erfið spurning! Hvor gerði betri lög? Ef þú setur bestu lög McCartney í skál og bestu lög Lennons í skál, þá væri skál McCartney líklega þyngri.

Það sem þeir hafa gefið út í sitthvoru finnst mér ekkert sérstakt, þannig að bestir voru þeir saman!

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Myndi þú mæta í dómarapartý ef þér yrði boðið?

Fréttir
- Auglýsing -