spot_img
HomeFréttirAri Gunn: Vorum að hitta ömurlega

Ari Gunn: Vorum að hitta ömurlega

15:25

{mosimage}

Lokamínútur í leiks Vals og Hamars í gær voru spennuþrungnar enda leikurinn í járnum. Hamarsstelpur náðu að landa sínum fyrsta sigri og Ari Gunnarsson var að vonum ánægður með sigur sinna stúlkna. Hann sagði eftir leik að hann hafi verið óvenju rólegur í enda leiks enda hafði hann á tilfinningunni að sigurinn myndi enda sín megin.

,,Ég finn alltaf fyrir stressi þegar munurinn er lítill,” sagði Ari en hann hafði góða tilfinningu í endann. ,,En einhvern veginn fannst mér þetta vera okkar megin, stemning og allt og við vorum að koma til baka þannig að ég var minna stressaður en ella.”

Slakur sóknarleikur var áberandi hjá báðum liðum og Ari tók það fram að hann var ekki ánægður með spilamennsku síns liðs þó það hafi landað sigri. ,,Þetta er ennþá að slípast saman hjá okkur og ég hef ekki verið ánægður með varnar- og sóknarleikinn hjá okkur en það er mjög gott að ná fyrsta sigrinum. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en við hittum ömurlega í dag og það sem ég sé gott við þennan leik er að við vorum að hitta ömurlega og spila slakan leik en vinna samt,” sagði Ari.

mynd og frétt: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -