spot_img
HomeFréttirPavlovic sagði upp fyrir leik

Pavlovic sagði upp fyrir leik

12:28

{mosimage}

(Drago í leik gegn KR á undirbúningstímabilinu) 

Serbinn Drago Pavlovic hefur sagt upp hjá Fjölni og yfirgefið liðið, sem er í harðri baráttu í Iceland Express-deild karla. Þessi 27 ára og 201 cm framherji hefur skorað 21,0 stig og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í fyrstu sex leikjum liðsins. Hann er annar Serbinn sem yfirgefur Grafarvoginn á einni viku en Nemanja Sovic gekk til liðs við Breiðablik í síðustu viku. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, www.visir.is  

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sagði Pavlovic upp fyrir leik ÍR og Fjölnis í Seljaskóla á fimmtudagskvöldið en lék hann þó. Fjölnisliðið vann þar mikilvægan en nauman 83-85 sigur. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í vetur en liðið hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð.  

Ákvörðunin um að segja upp var algjörlega komin frá Pavlovic sem var gagnrýndur á dögunum fyrir að gefa ekki boltann en hann náði ekki að gefa eina einustu stoðendingu á þeirri 151 mínútu sem hann spilaði í Fjölnisbúningnum. Pavlovic tók aftur á móti 99 skot á þessum tíma. Í leiknum á móti ÍR skoraði Pavlovic 11 stig og tók 4 fráköst á 27 mínútum en hann klikkaði hins vegar á 12 af 16 skotum sínum í leiknum. Fjölnir hafði tólf stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en tapaði honum 13-23. Pavlovic hjálpaði ekki mikið á lokasprettinum því hann klikkaði á fimm af sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum.  

Í öllum útlendingavandræðunum gátu Fjölnismenn þó glaðst yfir framgöngu Karltons Mims sem skoraði 23 stig í ÍR-leiknum sem var 6,2 stigum yfir meðalskori hans fyrir leikinn. Það er þó ljóst að Bárður Eyþórsson þarf að finna menn í stað þeirra Sovic og Pavlovic ætli Grafarvogsliðið að keppa á jafnréttisgrundvelli við öll hin lið deildarinnar sem eru flest með þrjá erlenda leikmenn. 

www.visir.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -