spot_img
HomeFréttirÚrslit dagsins á erlendri grundu

Úrslit dagsins á erlendri grundu

20:06

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Univer (3-3) steinlágu á útivelli í dag gegn Marso-Vagép NYKK 87-68. Heimamenn byrjðu betur og voru 10 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og sá munur hélst fram í þann síðasta þar sem heimamenn juku muninn í 20 stig. Jakob lék í 35 mínútur og skoraði 9 stig auk þess að gefa  4 stoðsendingar.

 

Eftir fjóra tapleiki í röð komust Grétar Örn Guðmundsson og félagar í Brønshøj (3-5) á sporið í dönsku 2. deildinni í dag þegar þeir sigruðu PIIBBK 81-51 á útivelli. Grétar var heitur í leiknum og skoraði 22 stig og tók 13 fráköst.

Horsens BC (5-0) heldur sigurgöngu sinni áfram í dönsku 3. deildinni. Í dag tók liðið á móti Svendborg 2 og sigraði 80-67. Halldór Karlsson skoraði 21 stig fyrir Horsens sem eru á toppi deildarinnar.

Hvorki gengur né rekur hjá Kristínu Rós Kjartansdóttur og stöllum í AUS (0-6). Þær tóku á móti toppliði Lemvig í dönsku 1. deildinni í dag og töpuðu 47-74.

Mirko Virijevic og félagar í Bayern Munchen (6-1) rifu sig upp í dag eftir tapið um síðustu helgi og völtuðu yfir SpVgg Rattelsdorf á útivelli, unnu 131-60.

[email protected]

Mynd: www.univer-sport.hu

 

Fréttir
- Auglýsing -