13:54
{mosimage}
(Guðrún Sigurðardóttir og félagar hennar mæta Grindavík í kvöld)
Tveir leikir eru á dagskrá í Iceland-Express-deild kvenna í kvöld og einn í 1. deild karla. Í Hveragerði taka heimamenn á móti Keflvíkingum kl. 19:15 í Iceland-Express-deild kvenna. Keflavík situr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan Hamar er með einn sigur í fimm leikjum. En Hvergerðingar hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarin ár.
Klukkan 20:00 taka KR-ingar á móti Grindvíkingum en þessi lið eru í 3.-4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. Það lið sem vinnur í kvöld skellir sér í þriðja sætið. KR hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og tapaði naumlega fyrir Keflavík í síðustu umferð. Á sama tíma hefur Grindvíkingum ekki gengið eins vel en liðið tapaði með aðeins tveim stigum fyrir Haukum í framlengdum leik í síðustu umferð.
Einn leikur er á dagskrá í 1. deild karla þegar Þórsarar heimsækja Hauka í Hafnarfjörð. Haukar hafa unnið þrjá leiki í röð í 1. deildinni eru í 3.-5. sæti með sex stig eins og Valur og Höttur. Með sigri í kvöld fara Haukar í 3. sætið. Þorlákshafnabúar eru í 6. sæti með fjögur stig eftir fimm leiki en þeir unnu Sandgerðinga auðveldlega í síðasta leik.
mynd: [email protected]