21:49
{mosimage}
Haukar unnu Hamar í kvöld í Iceland Express-deild kvenna 77-66. Haukar höfðu um tíma 17 forystu í 4. leikhluta náðu aldrei að hrista gestina af sér. Stigahæst hjá Haukum voru Kristrún Sigurjónsdóttir og Kiera Hardy með 18 stig. Hjá Hamar skoraði La Kiste Barkus 28 stig.
Hamar setti fyrstu körfu leiksins en Haukar náðu þó fljótlega yfirhöndinni og leiddu 15-10. Þá kom góður leikkafli hjá Hamar og þær náðu að jafna og komast 16-17 en þannig endaði fyrsti leikhlutinn. Í öðrum leikhluta skildu leiðir og breyttu Haukar stöðunni úr 21-21 í 35-23 á stuttum kafla. Hálfleikstölur voru 39-27 fyrir heimastúlkum.
Í seinni hálfleik náðu Hamarsstúlkur að minnka muninn en einhvern komust þær ekki alveg í takt og munaði minnst 7 stigum í þriðja leikhluta. Haukar leiddu með mest 17 stigum í lokaleikhlutanum og unnu að lokum með 11 stigum, 77-66.
Hjá Haukum átti hin 17 ára gamla Kristín Fjóla Reynisdóttir góðan leik en hún byrjaði inn á í stað Báru Hálfdanardóttur. Kristín skoraði 10 stig og gaf tvær stoðsendingar. Telma Fjalarsdóttir hitti illa en að vanda tók hún fullt af fráköstum. Endaði hún með 10 stig og 13 fráköst.
HJá Hamar var La Kiste Barkus allt í öllu og ásamt sínum 28 stigum, tók hún sex fráköst og sex stoðsendingar. Fanney Guðmundsdóttir skoraði 16 stig og tók sex fráköst og Hafrún Hálfdanardóttir skoraði 11 stig.
mynd: [email protected]