spot_img
HomeFréttirSnæfell ekki sannfærandi(Umfjöllun)

Snæfell ekki sannfærandi(Umfjöllun)

22:07

{mosimage}

Snæfell unnu Hauka í 32-liða úrslitum Lýsingarbikarsins í kvöld með 24 stiga mun 63-87. Snæfell leiddi með aðeins 10 stigum þegar um 7 mínútur voru eftir og spilaði Snæfell undir getu allan leikinn.

Geoff Kotila getur ekki verið ánægður með leik sinna manna en þeir náðu aldrei að hrista Haukamenn almennilega af sér. Pressa þeirra virkaði lítið sem ekkert og Haukar leystu hana í gríð og erg. Snæfellingar náðu góðu forskoti í byrjun leiks en þeir héldu því ekki þegar leið á og Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt. Báðir þjálfarar voru að keyra á hópum sínum og notaði Geof Kotila 10 leikmenn í fyrri hálfleik og Henning Henningsson 11.

Snæfell var með 15 stiga forystu eftir 1. leikhluta og 18 stig í hálfleik 30-48. Snæfell skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks en eftir það gekk þeim fátt í hag og það voru Haukar sem unnu 3. leikhluta með sjö stigum og minnkuðu muninn í 11 stig 54-65.

Í fjórða leikhluta minnkuðu Haukamenn muninn í 10 stig þegar um 3 mínútur voru búnar. Nær komust þeir ekki og var munurinn um 14-18 stig þegar þrjár mínútur voru eftir en þá settu Snæfellingar í fluggír gegn Haukum og juku muninn. Þá tefldu Haukar fram þremur drengjum úr 11. flokki og tveimur úr Drengjaflokki lokatölur 63-89.

Snæfellingar hefðu átt að gera betur í leiknum gegn 1. deildarliði Hauka sem tefldi fram mörgum leikmönnum sem eru ekki á meistaraflokks aldri. Geoff Kotila þarf að gera eitthvað til fá sína menn til að vakna fyrir næsta leik því þá mæta þeir mun sterkari andstæðing.

Hjá Snæfell var Justin Shouse stigahæstur með 18 stig og Slobodan Subasic skoraði 14.

Hjá Haukum var Sigurður Einarsson stigahæstur með 16 stig og Marel Guðlaugsson var með 15.

mynd: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -