22:46
{mosimage}
Í tveimur síðusu leikjum Lýsingarbikarsins í kvöld sigruðu Grindvíkingar Hrunamenn með 89 stiga mun, 157-68. Þá lögðu Hamarsmenn Valsara 90-78.
Heimasíða Grindavíkur segir að Grindvíkingar hafi lent í ströggli á Flúðum, með að finna íþróttahúsið. Þá segir þar að Björn Steinar Brynjólfsson hafi skorað mest Grindvíkinga eða 38 stig, þar af 12 þriggja stiga körfur, næstur honum kom Páll Axel Vilbergsson með 35 stig.
Því eru Snæfell, Stjarnan, KR, Grindavík, Hamar, Tindastóll og Skallagrímur komin í 16 liða úrslit og hefur enginn leikur í 32 liða úrslitunum unnist á heimavelli.