Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Hollandi á öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Búlgaríu, 72-57.
Leikurinn var nokkuð jafn lengi framan af, þar sem Ísland leiddi með 3 stigum í hálfleik, 32-35. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki nógu góður fyrir Ísland, þar sem að þær tapa þriðja leikhlutanum með 12 stigum og þeim fjórða með 6 stigum.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Hekla Eik Nökkvadóttir með 10 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar. Henni næst var Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 11 stig og 2 fráköst.
Næsti leikur Íslands á mótinu er komandi miðvikudag 3. ágúst gegn Noregi.