spot_img
HomeFréttirHöfðu betur á endasprettinum(Umfjöllun)

Höfðu betur á endasprettinum(Umfjöllun)

00:13

{mosimage}

Einn leikur var í 1. deild karla í kvöld. Ármann/Þróttur tók á móti Haukum í Laugardalnum og fyrir leikinn voru liðin jöfn í stigatöflunni með sex stig eftir sex leiki. Leikurinn var mjög fjörugur og þeir fáu áhorfendur sem mættu sáu skemmtilegan leik þó hann hafi ekki verið fallegur á köflum. Haukar höfðu sigur í endann 74-79. Marel Guðlaugsson var stigahæstur hjá Haukum með 21 stig og Sæmundur Oddsson skoraði 21 fyrir Ármann/Þrótt.

Ármann/Þróttur tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld en Gunnar Stefánsson lék sinn fyrsta leik með þeim í kvöld.

{mosimage}

Ármann/Þróttur skoraði fyrstu körfu leiksins en Haukar náðu að jafna og komast yfir með þristi frá Marel Guðlaugssyni. Haukar pressuðu eftir skoraða körfu en heimamenn áttu ekki i miklum vandræðum með að leysa slaka pressuvörn Haukamanna. Haukar komust 2-8 yfir með öðrum þristi frá Marel en þá kom góður kafli hjá Á/Þ og þeir komust þremur stigum yfir 11-8. Liðin skiptust á körfum næstu mínúturnar og Á/Þ tryggði sér fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta með stigum frá Gunnlaugi Elsusyni þjálfara, þriggja stiga karfa, og eitt víti frá Sæmundi Oddssyni 17-21.

{mosimage}

Í öðrum leikhluta náðu Haukar að jafna og komast yfir og höfðu þeir mest átta stiga forystu eftir um fjögurra mínútna leik 22-30. Á/Þ hleypti Haukum ekki lengra frá sér og minnkuðu í fjögur stig 28-32. Næstu mínútur voru í járnum og áttu liðin erfitt með að skora. Síðustu körfu fyrri hálfleiks skoraði Stefán Stefánsson og minnkaði forskot Haukamanna í tvö stig, 36-38.

Gestirnir hófu seinni hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu fjögur stig leikhlutans og leiddu með sex stigum eftir nokkrar sekúndur. Heimamenn skoruðu þá næstu níu stig leiksins og komust yfir 45-42. Ólafur Ægisson skoraði fimm stig á þeim kafla og þeir Steinar Kaldal og Sæmundur Oddsson settu hvor sína körfuna. Henning Henningsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé til að róa leikinn og stöðva áhlaup Ármenninga. Það hafðist en liðin skiptust á körfum út leikhlutann og heimamenn höfðu þriggja-stiga forskot fyrir lokaleikhlutann 57-54.

{mosimage}

Lokaleikhlutinn var rosalega spennandi og sigurinn hefði getað endað hjá báðum liðum. Ármann hafði sjö stiga forystu um miðjan leikhlutann en frábær endakafli hjá Haukum tryggði þeim sigurinn en þeir skoruðu 19 stig gegn sjö frá heimamönnum. Haukur Óskarsson kom Haukum yfir 71-73 þegar 1:19 var eftir og Á/Þ tók leikhlé. Í næstu sókn reyndi Steinar Kaldal að keyra í gegnum miðjuna en skot hans var varið af miðherja Hauka Jóhannesi Jóhannessyni. Haukar náðu boltanum og Elvar Traustason skoraði úr innkasti undir körfu heimamanna og var hann óvaldaður og fékk því auðvelt sniðskot sem hann geigaði ekki á. Næsta tvær sóknir Ármennigna geiguðu og Haukar náðu frákastinu. Í bæði skiptin brutu þeir á Marel Guðlaugssyni og kláraði hann leikinn á línunni og kom Haukum í 71-79. Ólafur Ægisson setti þriggja-stiga körfu en nær komust þeir ekki og Haukar unnu 74-79.

{mosimage}

Í enda leiksins kom upp leiðinlegt atvik en um leið og tíminn kláraðist fór Haukur Óskarsson leikmaður Hauka í sniðskot og þá braut Ásgeir Hlöðversson harkalega á honum og uppskar hann tæknivillu frá dómurum leiksins þar sem tíminn var liðinn. Þetta var alveg óþarfi og leiðinlegt að enda jafn skemmtilegan og jafnan leik þannig. Ásgeir var vikið af velli og mun aganefnd taka fyrir hans mál.

Þetta var líkamlegur leikur og menn tókust á allan tímann. Ágætir dómarar leiksins fengu erfitt verkefni í kvöld en þeir leystu það ágætlega. Dómarar kvöldsins voru þeir Guðni Guðmundsson og Lárus Magnússon.

Með sigrinum komust Haukar í 3.-5. sæti 1. deildar karla og eru þar ásamt Val og Þór Þ.

Stigahæstur hjá Haukum var Marel Guðlaugsson en hann skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Næstur honum komu Haukur Óskarsson með 18 stig og Gunnar Birgir Sandholt með 8 stig.

Hjá Ármann/Þrótt var Sæmundur Oddsson atkvæðamestur með 21 stig og 11 fráköst og Steinar Kaldal skoraði 13 stig ásamt því að taka 5 fráköst og gefa 5 stoðsendingar.

Mynd: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -