spot_img
HomeFréttirSnæfellingar ferskir í Röstinni

Snæfellingar ferskir í Röstinni

dSnæfellingar voru ferskir í Röstinni í kvöld þegar þeir sigruðu heimamenn í Grindavík 82-95. Gestirnir byrjuðu leikinn miklu betur og voru fljótlega komnir í stöðuna 2-13. Igor Beljanski var t.a.m. kominn með 2 villur eftir 21 sekúndu af leiknum og mikill doði virtist vera yfir heimamönnum.

Heimamenn vöknuðu þó fljótlega til lífsins og eftir fyrsta fjórðung voru einungis 5 stig sem skildu liðin. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn vera komnir til leiks og komust fyrst yfir í leiknum í stöðunni 40-39. Það sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á forystunni og endaði með því að liðin skildu jöfn í hálfleik bæði með 51 stig.

Adam Darboe fékk fljótlega í þriðja leikhluta sína fjórðu villu og spilaði nánast ekkert það sem eftir lifði fjórðungsins. Snæfell komu sterkir til leiks eftir hálfleik og komust fljótlega í þetta 4 til 8 stiga forystu. En heimamenn voru aldrei langt undan en þó virtust gestirnir alltaf vera með frumkvæðið í leiknum og leiddu með 8 stigum í lok þriðja leikhluta 68-76.

 Í síðasta leikhlutanum reyndu Grindvíkingar hvað þeir gátu til að minnka muninn niður en með herkænsku Justin Shouse í sóknarleik Snæfells reyndist það Grindvíkingum erfið raun. Lítið var að falla með heimamönnum á þessum tímapunkti og til marks um það fékk Þorleifur Ólafsson tæknivíti fyrir kjaftbrúk í stöðunni 74-80. Snæfell kláraði svo dæmið með öguðum leik og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir heimamanna þá var þetta einfaldlega ekki þeirra dagur. Vörn þeira hriplak og gestirnir nýttu sér það til fulls. Sem fyrr segir 82-95 sigur gestanna og fyllilega skilið ef litið er á leikinn í heild sinni.

Tölfræði kemur seinna.

Fréttir
- Auglýsing -