spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára stúlkur á sigurbraut í Podgorica

Undir 16 ára stúlkur á sigurbraut í Podgorica

Undir 16 ára stúlknalið Íslands lagði Bosníu í kvöld á Evrópumótinu í Podgorica, 67-55. Liðið hefur því unnið einn og tapað einum þegar riðlakeppni mótsins er hálfnuð.

Íslenska liðið leiddi leik kvöldsins næstum frá byrjun til enda. Í hálfleik voru þær komnar með 13 stiga forystu, 37-24. Hana létu þær ekki eftir í seinni hálfleiknum og standa að lokum uppi með frekar öruggan 12 stiga sigur, 67-55, þar sem mest þær komust rúmum 20 stigum yfir undir lok þriðja fjórðungs.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún Ármannsdóttir með 13 stig, 5 fráköst og 2 stolna bolta. Þá skilaði Ísold Sævarsdóttir 7 stigum, 4 fráköstum, 4 stolnum boltum og Jóhanna Ágústsdóttir 11 stigum og 3 stoðsendingum.

Á morgun fær íslenska liðið hvíldardag áður en þær mæta Hollandi komandi mánudag 14. ágúst.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -