spot_img
HomeFréttirMonique: Við náum vel saman

Monique: Við náum vel saman

21:00

{mosimage}
(Monique ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ í dag)

Monique Martin leikmaður KR var valin í úrvalslið fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. Martin sem er á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður útskrifaðist frá Brewton Parker College. Hún sagði í samtali við Karfan.is að hún væri ánægð með dvölina á Íslandi.

Monique sagði að KR-liðið hafi verið að spila vel og því hafi hún átt möguleika á að vinna þessi verðlaun. ,,Liðið hefur verið að spila vel og við náum vel saman. Þessi verðlaun eru fyrir allt liðið því án liðsfélaga minna hefði ég ekki unnið til þeirra.”

Monique er á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður og sagði að það væri mikill munur á lífínu sem atvinnumaður og sem háskólaleikmaður. ,,Það er miklu meiri frítími og því nokkuð öðruvísi en ég er vön. Ég nýti tímann til þess að æfa,” sagði hin geðþekka Monique að lokum.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -