11:00
{mosimage}
(Webb)
Kenneth Webb, þjálfari Skallagríms í Iceland Express-deild karla, lék fimmtán ár sem atvinnumaður í Bandaríkjunum, Venesúela, Katar og Portúgal en hann var valinn af New Jersey Nets í sama nýliðavali og Pétur Guðmundsson árið 1981.
Webb hefur verið að leika sér með b-liði Skallagríms í 2. deildinni í vetur og hann hefur engu gleymt þótt hann sé orðinn 48 ára gamall. Webb skoraði þannig 32 stig í 86-85 sigri á Haukum í byrjun mánaðarins þar sem þessi tveggja metra maður setti meðal annars niður fjórar þriggja stiga körfur.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu og á www.visir.is í dag.
Höfundur: Óskar Ófeigur Jónsson, [email protected]
Mynd: www.karfan.is