spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar í 4. sæti eftir sigur á Fjölni (Umfjöllun)

Njarðvíkingar í 4. sæti eftir sigur á Fjölni (Umfjöllun)

{mosimage}

(Damon Bailey sækir að körfu Fjölnis) 

Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi í Ljónagryfjunni í kvöld gegn Fjölnismönnum. Lokastaða 87-75 segir þó lítið um sögu leiksins sem var svo sannarlega skrautlegur. Fjölnismenn byrjuðu heldur sterkar og voru með yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Njarðvíkingar voru örlitla stund að vakna til lífsins en um miðbik fyrsta fjórðungs voru þeir komnir til lífsmarks og náðu að jafna leikinn.  

 

Í öðrum leikhluta hefur Teitur þjálfari lesið yfir sínum mönnum hressilega. Brenton Birmingham setti niður 2 þrista á stuttum tíma og aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið. Njarðvíkingar hreinlega stungu af á þessum fyrstu 5 mínútum annars fjórðungs og voru komnir með þægilegt 14 stiga forskot. En þá hófst þáttur Fjölnismanna, þeir settu í annan gír og drifnir af Carlton Mimms þá náðu þeir að jafna leikinn með mikilli seiglu. Njarðvíkurvörnin var lin og sóknarleikur þeirra eins lélegur og hann var góður fyrstu 5 mínútur leikhlutans. Þó náðu þeir að halda aðeins í forystuna og leiddu með 5 stigum í hálfleik 41-36. 

Það má segja að þriðji leikhluti hafi verið Copy/Paste af öðrum leikhluta. Njarðvíkingar náðu góðu forskoti og voru að spila glimmrandi vel en svo seinni hluta fjórðungsins tóku Fjölnismenn við keflinu og snéru leiknum sér í hag. Friðrik Stefánsson þurfti að yfirgefa völlinn á þessum tímapunkti eftir að fingur hans hafði farið úr lið og lék hann ekki meira með. Fjórði og síðasti leikhlutinn stefndi í það að verða alveg eins og þeir sem fyrir voru. Njarðvíkingar virkilega sterkir fyrir í fyrrihlutanum og Jóhann Ólafsson sem hafði hitnað í þriðja leikhluta setti niður þrist og í kjölfarið fylgdi annar frá Brenton Birmingham. Allt virtist stefna í það að Njarðvíkingar væru að klára dæmið. En sem fyrr ætluðu Fjölnismenn ekki að gefast upp og minnkuðu muninn niður í 6 stig. En lengra komust þeir ekki og Njarðvíkingar kláruðu leikinn nokkuð snyrtilega. 

Eins og fyrr segir var þessi leikur ótrúlega sveiflukenndur og segjast verður að þrátt fyrir að hafa yfirhöndina mest allan leikinn þá var sigur Njarðvíkinga langt frá því að vera sannfærandi. Leikmenn virtust leyfa sér hreinlega leti tímum saman og Fjölnismenn nýttu sér það. En þegar á reyndi þá sýndu þeir sitt rétta andlit og kláruðu dæmið. Jóhann Ólafsson var stigahæstur með 21 stig og næstur honum komu þeir Damon Baley og Brenton Birmingham með 18 stig hvor. Carlton Mimms sá um megnið að stigaskorun Fjölnismanna en hann setti niður 29 stig. Þrátt fyrir það virtist það stundum hafa áhrif á leik liðsins þar sem aðrir leikmenn hreinlega gleymdust þegar Mimms "hékk" á boltanum í leit að skoti.

Texti: [email protected]

Myndir: [email protected]    

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -