19:00
{mosimage}
Cleveland Cavaliers hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. Þrátt fyrir endurkomu LeBron í liðið hefur þeim ekki gengið vel og unnið aðeins einn af þeim þremur leikjum sem LeBron hefur spilað síðan hann snéri til baka úr meiðslum.
LeBron James missti af sex leikjum vegna meiðsla á Cleveland tapaði þeim öllum. Í fyrsta leiknum sem hann snér til baka þá vann Cleveland Indiana en síðan hafa þeir tapað tveimur leikjum.
,,Við erum ekki að spila góðan körfubolta,” sagði LeBron. ,,Einmitt núna erum við ekki gott lið.”
Næsti leikur Cleveland er annað kvöld gegn Milwaukke.
Mynd: AP