spot_img
HomeFréttirBoston fyrst liða í 20 sigra

Boston fyrst liða í 20 sigra

09:09
{mosimage}

 

(Paul Pierce og félagar í Boston eru sjóðheitir þessa dagana) 

 

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Karfan.is hefur þegar greint frá því að Detroit Pistons hafi skellt Cleveland Cavaliers en leik liðanna lauk skömmu fyrir miðnætti. Lokatölur í leik Pistons og Cleveland voru 109-87. Þá voru þrír aðrir leikir í deldinni þar sem Boston Celtics vann sinn tuttugasta deildarsigur, ekkert lið hefur unnið fleiri leiki en Boston það sem af er leiktíðinni.

 

Sjóðheitt lið Boston hafði 77-90 útisigur gegn Toronto Raptors þar sem sex leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira. Þeirra stigahæstur var Paul Pierce með 18 stig og 6 fráköst. Hjá Raptors var Chris Bosh með 17 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var níundi sigurleikur Boston í röð og þar með hafa þeir jafnað sína lengstu sigurgöngu síðustu 14 ár.  

Liðsmenn Denver Nuggets máttu sætta sig við ósigur á heimavelli gegn Portland Trailblazers. Lokatölur leiksins voru 105-116 Portland í vil. Brandon Roy gerði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar í liði Portland en hjá Nuggets var Allen Iverson með 38 stig og 6 stoðsendingar.  

LA Lakers höfðu svo betur í nágrannaslagnum gegn LA Clippers. Liðin mættust í Staples Center þar sem Lakers fóru með 113-92 sigur af hólmi. Kobe Bryant var með 32 stig og 8 fráköst fyrir Lakers en hjá Clippers var Corey Maggette með 27 stig, 7 fráköst og 6 stolna bolta.

Fréttir
- Auglýsing -