10:30
{mosimage}
Jólamót Tindastóls verður haldið annan dag jóla, þann 26. desember. Er áætlað að það hefjist klukkan 10 og verði lokið seinni hluta dagsins, en það fer allt eftir þátttöku. Nánari upplýsingar um mótið:
Fyrirkomulagið verður þannig að keppt verður í þrem flokkum ef næg þátttaka fæst.
Kvennaflokkur: Þar verður einstaklingsskráning og síðan dregið í lið eftir fjölda þátttakenda. Gjaldið er 1.000 kr. á hverja konu.
Karlaflokkar: Verða tveir, 35 ára og eldri og opinn flokkur. Gjaldið fyrir hvert lið er 12.000 kr. í karlaflokkum.
Mótið er fyrir fólk frá 16 ára aldri.Mótið hefst kl. 10:00 annan dag jóla og skal skráningu vera lokið fyrir kl. 22:00 á jóladag (25. des.)
Skráning í síma 893 1836 Halldór, [email protected] og 897 7274 Jóhann, [email protected]