12:20
{mosimage}
Meistararnir í San Antonio Spurs unnu í nótt sigur á LA Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Alls fóru fram níu leikir í deildinni í nótt.
Indiana vann Washington 93-85 þar sem Danny Granger skoraði 25 stig fyrir heimamenn. Miami vann nauman sigur á Utah 104-102 en eins og oft áður var Dwyane Wade stigahæstur í liði Miami, Wade skoraði alls tuttugu stig og var hetja liðsins með því að skora sigurkörfuna.
Richard Jefferson skoraði 31 stig fyrir New Jersey sem vann Golden State með fimm marka mun 100-95. New Orleans vann Minnesota 110-76 og Philadelphia gerði góða ferð til Memphis og vann 99-97 sigur. 31 stig hjá Gasol dugðu ekki til sigurs en Andre Miller gerði 29 stig fyrir Philadelphia.
Houston bar sigurorð af Chicago 116-98. Milwaukee vann Charlotte 103-99 þar sem hinn kínverski Yi Jianlian átti mjög góðan leik og skoraði 29 stig. Jianlian er nýliði hjá Milwaukee.
Tim Duncan skoraði 34 stig fyrir San Antonio sem vann LA Clippers 99-90. Tony Parker spilaði fyrir San Antonio í leiknum en hann hefur verið meiddur að undanförnu.
Þá vann Phoenix 122-103 sigur á Toronto. Chris Bosh skoraði 42 stig fyrir Toronto en það gaf lítið. Leandro Barbosa var stigahæstur í liði Phoenix með 31 stig.
Mynd: AP