spot_img
HomeFréttirRoma tapaði ? Jón Arnór kom inn af bekknum

Roma tapaði ? Jón Arnór kom inn af bekknum

21:54

{mosimage}

Lottomatica Roma tapaði í kvöld 88-85 fyrir Scavolini Pesaro í ítölsku deildinni. Með sigrinum komst Pesari í 4. sæti deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með 18 stig eftir 15 leiki. Roma er í 2.-3. sæti ásamt Angelico Biella með 20 stig eftir 15 leiki. Á toppnum er sem fyrr Montepaschi Siena með fullt hús stiga eða 30 alls.

Jón Arnór skoraði 13 stig í leiknum og var næst stigahæstur ásamt tveimur öðrum félögum sínum. Lorbek Erazem var stigahæstur hjá Roma með 21 stig. Í liði Pesaro var Carlton Myers með 21 stig.

Jón Arnór byrjaði ekki inn á hjá Roma en hann spilaði 26 mínútur í leiknum en aðeins tveir aðrir leikmenn spiluðu meira en hann. Hann skoraði sem fyrr segir 13 stig í leiknum ásamt því að gefa 2 stoðsendingar og taka 2 fráköst. Hann nýtti 5 af 6 skotum sínum innan teigs og setti 1 af 3 þriggja-stiga skotum sínum.

[email protected]

Mynd: virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -