10:08
{mosimage}
ÍR ingum hefur borist liðsauki frá Frakklandi en á annan dag jóla kom Tahirou Sani til landsins til reynslu og hefur hann fengið leikheimild og verður með ÍR þegar þeir mæta Hamri í kvöld. Sani er 22 ára gamall, fæddur í Malí en með franskt ríkisfang.
Hann kom til Frakklands 1998 á vegum Jean Piere Ciesielski sem hefur fundið marga efnilega körfuknattleiksmenn í Afríku. Sani hóf að leika með yngri liðum BCM Gravelines og þótti frábær, skoraði 80 stig og tók 50 fráköst í leikjum. Þetta vakti grun hjá fólki um að aldur Sani rangur og var hann því sendur í röntgenmyndatöku og kom þá í ljós að engu var logið um aldur hans.
15 ára gamall tók hann þátt Heimsungmennakeppni (World junior tournament) í Douai þar sem andstæðingar hans voru m.a. Maciej Lampe, Diego Brezzo, Luol Deng og Carmelo Anthony. Sá eini af þessum köppum sem átti roð í Sani var Anthony en hann er tveimur árum eldri.
Eftir þetta mót vildu margir skóla í Bandaríkjunum fá Sani til liðs við sig en Ciesielski neitaði öllu slíku eftir slæma upplifun með leikmann sem hann sendi þangað áður. Sani gekk því áfram í einkaskóla í Frakklandi enda óskólagenginn frá Malí og margt sem þurfti að kenna. Í Bandaríkjunum biðu háskólarnir í röðum eftir kappanum og má þar nefna North Carolina, Duke, Michigan State, UCLA og Georgia.
Sani sem er 205 cm lék fyrri part vetrar með Geneve Devils í Sviss en áður með Brest í Frakklandi. Þá hefur kappinn verið viðloðandi NBA valið undanfarin ár.
Mynd: www.nbadraft.net