spot_img
HomeFréttirNBA: Pierce og Paul leikmenn vikunnar

NBA: Pierce og Paul leikmenn vikunnar

14:30

{mosimage}
(Chris Paul)

Leikmenn austur- og vesturdeildarinnar eru Paul Pierce hjá Boston og Chris Paul hjá New Orleans. Verðlaunin eru veitt fyrir leiki leikna vikuna 24.-30. desember 2007.

Boston vann alla fjóra leiki sína í vikunni en þeir léku fjóra útileiki á vesturströndinni. Pierce skoraði 27.5 stig, tók 6 fráköst, gaf 4.3 stoðsendingar og stal 1.8 bolta að meðaltali í þessum leikjum. Er þetta í fyrsta skipti sem Boston vinnur fjóra útileiki á vesturströndinni í röð síðan tímabilið 1992-93. Boston eru nú búnir að vinna átta útileiki í röð sem er besti árangur liðsins síðan tímabilið 1980-81.

{mosimage}
(Paul Pierce)

New Orleans vanna alla þrjá leiki sína í vikunni. Paul skoraði 25.7 stig, gaf 9.7 stoðsendingar, tók 4.3 fráköst og stal 4.3 boltum. Í vikunni skoraði hann 40 stig í einum leik og er það í annað skiptið sem hann gerir það í vetur. Chris Paul er nálægt því að verða annar leikmaðurinn á síðastliðnum 16 árum í NBA til að vera með yfir 20 stig og 10 stoðsendingar að meðaltali yfir tímabil. Steve Nash var sá síðasti til að ná því tímabilið 2006-07.

Chris Paul gæti orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með yfir 20 stig, 10 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali á einu tímabili ef hann nær að spila jafn vel og hann hefur gert.

Aðrir sem komu til greina eru:
Kevin Garnett(Boston), Marcus Camby(Denver), Richard Hamilton(Detroit), Baron Davis(Golden State), Chris Kaman(L.A. Clippers), Hedo Turkoglu(Orlando), Steve Nash(Phoenix), Amaré Stoudamire(Phoenix), Brandon Roy(Portland) og Caron Butler(Washington).

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -