spot_img
HomeFréttirFyrsta tapið á heimavelli

Fyrsta tapið á heimavelli

07:00

{mosimage}

Texas-Pan American háskólinn(UTPA) sem María Ben Erlingsdóttir leikur með tapaði fyrir Oral Roberts háskólanum 60-40 á nýársdag. Þetta var fyrsta tap UTPA á heimavelli í vetur en Oral Roberts skólinn hefur gott tak á UTPA og hafa þær unnið 12 af 13 leikjum þessara liða.

María Ben sem er að jafna sig á meiðslum spilaði sinn annan leik á innan við viku og að þessu sinni lék hún í 8 mínútur. Hún náði ekki að skora í leiknum en hún tók sex skot á þessum átta mínútum og tók 1 frákast og gaf 1 stoðsendingu. LaKeisha Grey var stigahæst hjá UTPA með 18 stig.

{mosimage}

Eftir tapið er UTPA með 8 sigurleiki og 7 tapleiki á tímabilinu. Næsti leikur liðsins er á föstudag en þá heimsækja María Ben og félagar eitt sterkasta lið Bandaríkjanna. Háskólinn í Texas er talinn 19. sterkasti skólinn og verður erfitt að sækja sigur á heimavöll þeirra.

[email protected]

Mynd: VF.is

Fréttir
- Auglýsing -