spot_img
HomeFréttirTívólíbomba hjá Snæfelli á nýju ári - Umfjöllun

Tívólíbomba hjá Snæfelli á nýju ári – Umfjöllun

22:03

{mosimage}

Justin Shouse var stigahæstur heimamanna 

 

Eftir hafa verið frestað í tvígang þann 30. des sl. og svo færður frá 2. til 3. janúar var leikurinn nú loks að veruleika og ábyggilega bæði lið hungruð í að komast úr jóla- og áramótasteikarforminu og fá að taka aðeins á því. Síðast mættust þessi lið í Lýsingarbikarnum á Akureyri og fór hann 106-74 fyrir Snæfell og Þórsurum því í mun að sýna hvað í þeim býr. Erlingur Snær Erlingsson og Jóhann Guðmundsson dæmdu leikinn.

 

 

Snæfell settu fyrstu 3 en Þórsarar jöfnuðu strax og fyrstu 4 mín leiksins var hart barist og fast spilað í stöðunni 3-3. Siggi Þorvalds fór þá meiddur á ökkla af velli og virtist ekki vera óður í koma inn strax aftur og var ekki meira með í leiknum og spurning hvort hann verði með á laugardaginn þegar Njarðvík heimsækir Snæfell í Hólminn. Mikill missir á þessum lykilleikmanni úr liði Snæfells.  Snæfellingar fóru að hitta betur og virtust ætla að leiða þennan hluta með og staðan 22-15 þegar 2 mín voru eftir. Justin var duglegur að safna ruðningsvillum á Þórsara sem voru að hafa sig alla við að berjast og það ágætlega en staðan í lok þessa hluta 25-19 og leikurinn í járnum.

 

Ekki voru menn tilbúnir að gefa leikinn og börðust bæði lið fyrir veru sinni þó Snæfellingar leiddu frekar með stolnum boltum og fráköstum og virtust hafa ágætis tak á 2/3 svæðisvörn sem Þórsarar voru komnir í sem aftur á móti áttu erfitt með að athafna sig á móti stífri M á M vörn Snæfellinga. Þórsarar komu ekki þessa löngu leið til að fá konfekt í skál og jólaöl baráttan var til staðar en mistökin fleiri en hjá Snæfellingum sem gerðu líka sín mistök. Staðan 45-31 í leikhléi. Luka með 8 stig fyrir Þór og Óðinn með 6 fráköst. En Subasic með 11 stig fyrir Snæfell og Justin með 4 stolna.

 

Það var eins og Þórsarar hefðu þegið konfektið og jólaölið í leikhléi því Snæfellingar gengu á lagið og héldu á fram að keyra á hraðaupphlaupum, stela boltum og spila vörn því eftir 5 mín var staðan 58-36 og höfðu þeir tögl og haldir í leiknum þessa stundina og var Justin með 9 stiga kafla. Þórsarar voru fljótir að safna villum og áttu erfitt uppdráttar í vörninni á móti hröðum leik heimamanna. Óðinn var Þórsara bestur þessa stundina með gífulegri baráttu og virtist vera einn fárra sem ekki vildi gefa eftir. Engin teljandi villuvandræði voru en Subasic og Hlynur voru komnir með 4 villur hvor í lok hlutans og Magnús Helgason hjá Þór einnig. Hlutinn var nokkuð jafn seinni hlutann en erfitt fyrir Þór að elta og mikið púður ausið úr tunnum þeim. Staðan 67-44 fyrir Snæfell.

 

Þegar hér var komið sögu reyndu Þórsarar pressu og spiluðu stífa vörn en staðan samt eftir 2 mín leik 7-2 Snæfell í vil og lítið gekk hjá Þór. Justin leiddi sína menn og skarð Sigga Þorvalds í leiknum var þétt af öðrum leikmönnum eins og Magna sem er kominn heim og er að  gíra sig vel upp. Þórsarar komust í 50 stigin þegar 4 mín voru eftir af leiknum og þá voru Snæfellingar með 82 sem segir mikið um yfirburði þeirra. Kotila leyfði flestum að spila síðustu mínúturnar og Hrafn þjálfari Þór var einnig duglegur að rótera. Sterk innkoma Guðna Valentínusar var Þórsurum banabitinn þar sem hann setti 11 stig. Staðan 84-54 þegar 2 mín voru eftir og leikurinn löngu búinn. Lokastaðan 93-63 og Snæfellingar að vinna annann leikinn þessara liða með 30 stigum á Þórsurum á þessari leiktíð


Hjá Snæfellingum var Justin með 5/5 í 3ja stiga skotum og setti 23 stig, 9 stolna bolta og 8 stoðsendingar og var Þórsurum erfiður ljár í þúfu.
Subasic var með 16 stig og Guðni var með 12 stig og kom með alveg klassa kafla í 4. hluta. Magni er að detta í fíling og var með 16 stig.

Þórsarar voru ekki að gera góða ferð og sést best á gang leiksins. Cedric var með 15 stig. Óðinn var með 12 stig, 9 fráköst og drengur sem gefur engum eftir.  Aðrir leikmenn í báðum liðum gerðu minna og aðra tölfræði hægt að nálgast hjá www.kki.is 

Gangur leiksins: 3-1, 6-6, 13-8, 19-13, 24-17, 25-19, 31-20, 39-23, 45-31, 53-33, 61-40, 63-43, 67-44, 72-44, 77-48, 82-54, 91-58, 93-63. 

 


Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín

 

 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -